Fréttir: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

31. janúar 2014 : Tölvupóstur í ólagi

Frá og með síðdegi í dag, föstudaginn 31. janúar, og fram til laugardagsins 1. febrúar er líklegt að tölvupóstur umboðsmanns barna og starfsmanna hans sem og fyrirspurnarform á heimasíðu umboðsmanns barna verði í ólagi.

28. janúar 2014 : Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og framkvæmdafé vegna viðburðar.

28. janúar 2014 : Fjölbreytileikinn í leikskólanum - Morgunverðarfundur

RannUng, rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, stendur fyrir morgunverðarfundi 30. janúar 2014 klukkan 8:30-11:00 á Grand hóteli í Reykjavík. Yfrskriftin er Fjölbreytileikinn í leikskólanum: Fögnum við eða sýnum fálæti?

21. janúar 2014 : Reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009

Menntamálaráðuneytið óskaði eftir ábendingum og athugasemdum um tillögur að breytingum á reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 21. janúar 2014.

21. janúar 2014 : Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 584/2010

Menntamálaráðuneytið óskaði eftir ábendingum og athugasemdum um tillögur að breytingum á reglugerð nr. 584/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 21. janúar 2014.

15. janúar 2014 : Hvað ætti að vera fjallað um í fjölskyldustefnu? - Minnisblað

Umboðsmanni barna var boðið á fund verkefnisstjórnar sem vinnur að mótun fjölskyldustefnu. Tilgangurinn var að ræða hvað ætti helst að fara inn í fjölskyldustefnu, hvað væri vel gert og hvað þyrfti að efla. Hinn 15. janúar sendi umboðsmaður nefndinni neðangreint minnisblað um það sem helst var rætt um.

14. janúar 2014 : Brotthvarf úr framhaldsskólum - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 22. janúar nk. kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er "Brotthvarf úr framhaldsskólum".

14. janúar 2014 : Byrgjum brunninn

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum.

13. janúar 2014 : Tekur samfélagið mið af margbreytileika fjölskyldugerða? - Málþing

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica