Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tölvupóstur í ólagi

Frá og með síðdegi í dag, föstudaginn 31. janúar, og fram til laugardagsins 1. febrúar er líklegt að tölvupóstur umboðsmanns barna og starfsmanna hans sem og fyrirspurnarform á heimasíðu umboðsmanns barna verði í ólagi.

Sjá nánar

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og framkvæmdafé vegna viðburðar.

Sjá nánar

Byrgjum brunninn

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum.

Sjá nánar

Kuðungsígræðsla

Umboðsmaður barna telur sérstaklega mikilvægt að bera virðingu fyrir heyrnarlausum börnum og menningu þeirra sem tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Á sama tíma þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barna sinna að leiðarljósi og veita þeim tækifæri til að taka sem mestan þátt í því samfélagi sem við lifum.

Sjá nánar