Fréttir: 2013 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

20. ágúst 2013 : Samráð vegna lagafrumvarps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni

Í bréfi starfshóps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, dags. 11. júlí sl., er leitað eftir afstöðu umboðsmanns barna til ýmissa álitaefna um staðgöngumæðrun. Umboðsmaður svaraði bréfinu með almennum hætti með bréfi dags. 20. ágúst 2013.

16. ágúst 2013 : Málþing um námsmat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

20. júní 2013 : Verklag fagráðs eineltismála í grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent fagráði eineltismála í grunnskólum bréf þar sem hann hvetur fagráðið til þess að gefa börnum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar mál þeirra eru til meðferðar hjá ráðinu.

19. júní 2013 : Ársskýrsla fyrir árið 2012 er komin út.

Starfsárið 2012 var virkilega viðburðarríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans.

3. júní 2013 : Réttur barna til að fá eigið sakavottorð án samþykkis foreldra

Umboðsmaður barna hefur sent ríkissaksóknara bréf þar sem bent er á að mikilvægt sé að hann endurskoði 8. gr. reglna nr. 680/2009 þannig að skýrt verði að börn á aldrinum 15 til 18 ára geti fengið eigið sakavottorð án samþykkis forsjáraðila.

30. maí 2013 : Barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur

24. maí 2013 : Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á þessum „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

16. maí 2013 : Þingmenn í heimsókn

Í dag, 16. maí, bauð umboðsmaður barna nýkjörnum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. arkmiðið með boðinu var að kynna embættið og þau málefni sem helst brenna á því.

10. maí 2013 : Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina

Barnahátíð verður haldin í áttunda sinn í Reykjanesbæ 11. – 12. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra.
Síða 5 af 11

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica