16. ágúst 2013

Málþing um námsmat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í hátíðarsal Háskólans á Akureyri frá kl. 14.00-17.00.

Á málþinginu verða nokkur erindi í upphafi og síðan verða fjölbreyttar málstofur um ýmsa þætti námsmats. Með málþinginu er ætlunin að beina sjónum að meginatriðum í námsmati í ljósi nýrrar menntastefnu og leiða saman fólk til að kynna þróunarstarf, ræða um stöðuna og læra hvert af öðru.

Dagskrá og upplýsingar um skráningu má finna hér á vef ráðuneytisins.
og á www.vinnuvefur.namskra.is/malthing/.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica