19. júní 2013

Ársskýrsla fyrir árið 2012 er komin út.

Starfsárið 2012 var virkilega viðburðarríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans.

Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur umboðsmaður látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.

Starfsárið 2012 var virkilega viðburðarríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans. Þar ber að nefna málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum þar sem umboðsmenn barna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, sem og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna á Grænlandi, héldu erindi og sögðu frá því hvernig þeim hefur tekist að innleiða sáttmálann í sínu landi. Málstofan var haldin í tengslum við norrænan umboðsmannafund sem var haldinn hér á landi. Einnig stóð umboðsmaður barna fyrir námskeiði um innleiðingu Barnasáttmálans sem heppnaðist vel.

Á árinu var einnig lögð áhersla á að kynna regluverk í kringum aðbúnað og öryggi barna í skólum og frístundaheimilum. Á mörgum sviðum er til staðar vandað regluverk þó að í framkvæmd skorti stundum verulega á að foreldrar og starfsfólk skóla sé upplýst um það og að því sé fylgt. Má þar nefna öryggi, slysavarnir og brunavarnir. Á öðrum sviðum skortir mikið upp á það að börnum sé tryggð í lögum sambærileg vinnuvernd og fullorðnum. Í því sambandi má nefna hljóðvist í skólum sem hefur gríðarleg áhrif á líðan, nám og þroska barna. Þá má einnig nefna algjöran skort á regluverki um starfsemi frístundaheimila.

Ársskýrslan er með hefðbundnu sniði. Fyrsti hlutinn er um starfsemi embættisins. Síðan er fjallað um ólík málefni sem embættið vann að á árinu 2012.

Opna skýrslu umboðsmanns barna um árið 2012.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica