Fréttir
Eldri fréttir: 2013 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 8:15-10.00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna". Fjallað verður um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða
Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað
Hinn 16. apríl 2013 birti velferðarráðuneytið á heimasíðu sinni drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað til kynningar og umsagnar, sjá frétt hér. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með tölvupósti dags. 30. apríl 2013.
Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra - Málþing
Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Umfjöllunarefni og yfirskrift málþingsins er árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.
Tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Nú hefur hópurinn skilað tillögum um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum og á grunni þeirra hefur ráðherra gefið út meginviðmið um efnið.
Námsferð til Írlands og N-Írlands
Dagana 14. – 19. apríl fór starfsfólk umboðsmanns barna í námsferð til systurembætta sinna á Írlandi og Norður Írlandi til að kynna sér starf þeirra með þátttöku barna í samfélaginu.
Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda
Morgunverðarfundur verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.Yfirskriftin er "Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna."
Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl 2013. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!
Fyrirlestrar um ýmsa málaflokka sem snerta börn
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á viðburði sem samtökin Regnbogabörn standa fyrir í Háskólabíói, sal 1, dagana 22., 23. og 24. apríl nk.
Hádegisrabb RannUng - Börnin vilja gjarnan innrétta sjálf
Í hádegisrabbi RannUng þriðjudaginn 7. maí mun Fanný Heimisdóttir fjalla um meistararitgerð sína. Í rabbinu verður fjallað um hvernig deildarstjórarnir framselja vald yfir umhverfinu til barnanna ásamt því að fjalla um aðferðafræði rannsóknarinnar.
Síða 6 af 11