Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf

Föstudaginn 23. september 2011 var íslenska ríkið tekið fyrir hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Nefndin fór yfir skýrslu stjórnvalda um það hvernig íslenska ríkið uppfyllir Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og spurði íslensku sendinefndina spurninga um stöðu mála, m.a. með hliðsjón af skýrslum umboðsmanns barna og frjálsra félagasamtaka.

Sjá nánar

Kynningar fyrir skóla - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum bréf þar sem boðið er upp á kynningar fyrir nemendur og starfsfólk skólanna. Með bréfinu fylgdu sýnishorn af hurðaspjöldunum Verum vinir sem embættið gaf út í fyrra.

Sjá nánar

Öryggi á leiksvæðum barna

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem hún lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu öryggismála á leiksvæðum barna.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði - Ráðstefna

Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Sjá nánar

Nemendafélög í grunnskólum

Menntakerfið gegnir  mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar,uppfræða þá og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi.

Sjá nánar