26. september 2011

Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf

Föstudaginn 23. september 2011 var íslenska ríkið tekið fyrir hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Nefndin fór yfir skýrslu stjórnvalda um það hvernig íslenska ríkið uppfyllir Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og spurði íslensku sendinefndina spurninga um stöðu mála, m.a. með hliðsjón af skýrslum umboðsmanns barna og frjálsra félagasamtaka.

Föstudaginn 23. september 2011 var íslenska ríkið tekið fyrir hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Nefndin fór yfir skýrslu stjórnvalda um það hvernig íslenska ríkið uppfyllir Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og spurði íslensku sendinefndina spurninga um stöðu mála, m.a. með hliðsjón af skýrslum umboðsmanns barna og frjálsra félagasamtaka.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, var viðstödd fyrirtökuna og fékk þar tækifæri til að ræða við nokkra nefndarmenn um þau mál sem helst voru til umræðu. Þó að nefndarmenn hafi greinilega kynnt sér skýrslu umboðsmanns barna vel og byggt spurningar sínar til íslenska ríkisins að umtalsverðu leyti á henni fannst Margréti Maríu mikilvægt að hafa verið á staðnum, m.a. til að hlýða á svör fulltrúa íslenska ríkisins.

Lokaathugasemdir Barnaréttarnefndarinnar munu svo berast fljótlega en þar koma fram hvaða ráðstafanir ríkisins Barnaréttarnefndin er ánægð með, hver helstu áhyggjuefni nefndarinnar eru, tilmæli hennar um hluti sem þarf að bæta og hugsanlega leiðbeiningar um það hvernig réttast er að haga málum í sem bestu samræmi við Barnasáttmálann.
 
Hér er að finna upplýsingar um Barnaréttarnefndina í Genf, m.a. skýrslur íslenska ríkisins og umboðsmanns barna.
 
Sjá hér frétt á vef innanríkisráðuneytisins, dags. 26.09.2011: Fjallað um framkvæmd á barnasáttmála SÞ á Íslandi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica