23. september 2011

Kynning á Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5., 6. og 7. bekk

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5., 6. og 7. bekk verður kynnt þriðjudaginn 27. september í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Kynningin hefst klukkan 13:30.

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5., 6. og 7. bekk verður kynnt þriðjudaginn 27. september í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Kynningin hefst klukkan 13:30.

Rannsóknir & greining hefur mörg undanfarin ár unnið rannsóknarröðina Ungt fólk í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og eru rannsóknirnar nýttar við stefnumótun og aðgerðir meðal ungs fólks í fjölmörgum sveitarfélögum landsins. Alls eru rannsóknirnar unnar meðal nemenda í 5. – 10. bekk  grunnskóla og í öllum árgöngum framhaldsskóla en einnig meðal ungmenna sem standa utan skóla.

Skýrslan í heild sinni verður birt á vef Rannsókna og greiningar á miðvikudag í næstu viku.

Nánari upplýsingar um Rannsóknir & greiningu er að finna á vefsíðunni þeirra rannsóknir.is. Þar er meðal annars hægt að finna skýrslur og ritrýndar greinar á þeirra vegum. Um tíu ritrýndar vísindagreinar eru unnar úr gögnum R&G árlega. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica