5. september 2011

Ungt fólk og lýðræði - Ráðstefna

Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu  sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september næst komandi. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við áttatíu manns.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður ungt fólk og fjölmiðlar. Á ráðstefnunni verður m.a. farið yfir hversu stór hluti af lífi okkar og starfi fjölmiðlar eru. Tækifærin sem felast í samskiptum við samfélagsmiðla og fjölmiðla og hvað ber að varast. Skoðað verður út frá mannréttindasáttmálanum viðhorf til ungs fólks í fjölmiðlum og samfélaginu. Einnig verða kynntir möguleikar ungs fólks til þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. 

Ungmennaráð UMFÍ tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd þessarar ráðstefnu m.a. standa þau fyrir kynnisferð, kvöldvöku og sjá um framkvæmd á samfélagslegum- og mannbætandi verkefnum.

Þátttökugjald fyrir hvern einstakling á ráðstefnuna er krónur 10.000.- Ungmennafélag Íslands mun taka þátt í ferðakostnaði þátttakenda. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudaginn 13. september nk. á netfangið alda@umfi.is. Nánari upplýsingar veitir Alda Pálsdóttir (alda@umfi.is / 863-2665).


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica