Fréttir: 2008 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

27. nóvember 2008 : Ráðstefna - að marka spor

Ráðstefnan "Að marka spor" verður haldin mánudaginn 1. desember nk. í  húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkholt, Skriðu. Það eru Félag leikskólakennara og RannUng sem standa fyrir ráðstefnunni sem er sú fyrsta sem haldin er um rannsóknir í menntunarfræðum ungra barna.

20. nóvember 2008 : Tillaga til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss, 24. mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss, 24. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 20. nóvember 2008.

20. nóvember 2008 : 19 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í dag, 20. nóvember, eru liðin 19 ár frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn hefur verið staðfestur af öllum aðildarríkjum, að undanskildum tveimur, og er hann sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.

17. nóvember 2008 : Fyrirspurn umboðsmanns barna til ÍSÍ um gjaldtöku vegna félagaskipta

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna.

14. nóvember 2008 : NÁUM ÁTTUM MORGUNVERÐARFUNDUR

Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Grand hótel í Reykjavík.

10. nóvember 2008 : Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna.

Tamur er barns vaninn - foreldrahlutverkið og foreldrafærni, er yfirskrif ráðstefnu sem Miðstöð heilsuverndar barna stendur fyrir föstudaginn 21. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 09.00. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefni barna og fjölskyldna.

6. nóvember 2008 : Stefnumót foreldra og barna um hvað ber að varast við notkun nets

Áttu barn eða ungling sem finnst gaman að ferðast um á netinu?  Ef svo er þá átt þú og barnið þitt stefnumót við SAFT og Símann  á Háskólatorgi,  laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00. Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

4. nóvember 2008 : Upplýsingavefur um vernd barna gegn ofbeldi

Barnaheill hafa opnað nýjan fræðslu- og upplýsingavef um vernd barna gegn ofbeldi.

3. nóvember 2008 : Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum og barnalögum, 19. mál

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum og barnalögum.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 3. nóvember 2008.
Síða 2 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica