6. nóvember 2008

Stefnumót foreldra og barna um hvað ber að varast við notkun nets

Áttu barn eða ungling sem finnst gaman að ferðast um á netinu?  Ef svo er þá átt þú og barnið þitt stefnumót við SAFT og Símann  á Háskólatorgi,  laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00. Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Áttu barn eða ungling sem finnst gaman að ferðast um á netinu?  Ef svo er þá átt þú og barnið þitt stefnumót við SAFT og Símann  á Háskólatorgi,  laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00. Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Á stefnumótinu munu sérfróðir aðilar fara yfir ólíkar hliðar á því hlutverki sem netið gegnir í lífi barna og unglinga og hlutverk foreldra í að tryggja netöryggi barna sinna. Fulltrúar lögreglu mun ræða um birtingarmyndir eineltis á netinu og hvaða hlutverki lögreglan gegnir. Sömuleiðis skoðum við félagsleg tengslanet, félagsnetsíður og samskipti í gegnum netið og fræðumst með CCP um netleiki nútímans. Gunnar Helgason leikari mun stjórna stefnumótinu og umræðum en samgönguráðherra Kristján L. Möller mun setja dagskrána.

Á sama tíma munu eTwinning, Mentor, Námsgagnastofnun, Skólavefurinn, Microsoft Íslandi, Leikjavefurinn, Leikjaland og Leikjanet kynna nýjungar. CCP og Game Tíví munu kynna áhugasömum hvað er að gerast í heimi netleikja.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Ekkert þátttökugjald. Skráning á www.siminn.is.

Allar nánari upplýsingar má finna hér og á heimasíðu SAFT


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica