20. nóvember 2008

Tillaga til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss, 24. mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss, 24. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 20. nóvember 2008.

Skoða tillögu til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 20. nóvember 2008
Tilvísun: UB 0811/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um stofnun barnamenningarhúss, 24. mál.

Vísað er til bréfs menntamálanefndar Alþingis, dagsett 3. nóvember 2008, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda tillögu.

Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ber aðildarríki að virða og efla rétt barns til þess að taka fullan þátt í menningar- og listarlífi, og stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. 

Barnamenning er að mörgu leyti öflug hér á landi, svo sem á sviði íþrótta- og tómstundastarfs. Þó hafa umboðsmanni barna borist athugasemdir um að ekki sé nægilegt framboð af menningu og listum fyrir börn og unglinga.

Víða á Norðurlöndum eru starfrækt barnamenningarhús, sem hafa verið mikil lyftistöng fyrir barnamenningu og gert hana sýnilegri og aðgengilegri. Með stofnun slíkrar miðstöðvar hér á landi væri barnamenningu gefið aukið vægi og framboð hennar aukið, en slíkt verður að telja ótvírætt til hagsbóta fyrir börn. Umboðsmaður barna styður því ofangreinda þingsályktunartillögu og vonar að stofnun barnamenningarhúss geti orðið að veruleika í náinni framtíð. 

Virðingarfyllst,
 _________________________________  
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica