17. nóvember 2008

Fyrirspurn umboðsmanns barna til ÍSÍ um gjaldtöku vegna félagaskipta

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna.

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna. Greiði þau ekki tilskylt gjald fá þau ekki að taka þátt í keppni hjá nýju félagi.

Í ljósi þessa hefur umboðsmaður barna ritað forseta ÍSÍ bréf þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum um málið. Sjá má bréfið í heild sinni hér


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica