Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Talnaefni um börn í leikskólum

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í leikskólum í desember 2007. Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri. Viðvera barna lengist stöðugt og viðvera drengja er lengri en stúlkna.

Sjá nánar

Ný bók um einhverfu

Út er komin Bókin um einhverfu. Spurt og svarað. Útgefendur eru Græna húsið, útgáfan okkar og Umsjónarfélag einhverfra. Bókin er skrifuð með það í huga að vera hjálpartæki fyrir foreldra, vini og vandamenn, kennara og alla aðra sem telja sig þurfa að fá infalda fræðslu um einhverfu og stuðning af almennum upplýsingum á persónulegum grunni.

Sjá nánar

Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn

Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu í gær, 22. apríl 2008, fram tillögur sínar á árlegum fundi með borgarstjórn. Tillögur ungmennanna voru m.a: að reisa styttu af Vigdísi Finnbogadóttur, bætt tungumálakennsla fyrir innflytjendur, betri aðstaða við Hljómskálagarð, úrbætur vegna manneklu í leikskólum, fleiri „leyfisveggi" fyrir veggjakrot/list og síðast en ekki síst aukið vægi ungmennaráða.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 28. apríl

Málstofa um barnavernd verður haldin í Barnaverndarstofu, Höfðaborg, mánudaginn 28. apríl 2008 kl. 12:15 - 13:15. Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf munu kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.

Sjá nánar

Forvarnadagur framhaldsskólanna í dag

Í dag, 9. apríl, er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema).

Sjá nánar

Rödd barnsins - Ráðstefna

Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.

Sjá nánar

Opin málþing um Netið um allt land

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.

Sjá nánar