Fréttir: 2007

Fyrirsagnalisti

20. desember 2007 : Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár. 

17. desember 2007 : Opið hús fimmtudaginn 20. desember

Umboðsmaður barna verður með opið hús næsta fimmtudag, 2. desember, frá kl. 10 til kl. 11:30. Leikskólabörn frá Njálsborg syngja jólalög og sr. Hjálmar Jónsson flytur hugvekju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir.

13. desember 2007 : Ný menntastefna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu. Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.

6. desember 2007 : Ársskýrsla umboðsmanns barna komin út

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur embætti umboðsmanns barna tekið saman skýrslu til forsætisráðherra um starfsemi embættisins.Skýrslan tekur til tímabilsins 1. janúar 2006 til 30. júní 2007.

5. desember 2007 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006/, 209. mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 5. desember 2007.    

5. desember 2007 : Börn með fötlun - Fréttatilkynning

Föstudaginn 7. des. kl. 8:30 verður umboðsmaður barna í Öskuhlíðarskóla. Þá koma nemendur skólans saman á söngsal og synja jólalög og í framhaldi af því kemur Möguleikhúsið og sýnir jólaleikrit. Fjölmiðlar eru velkomnir að koma á staðinn og fyljast með hvað er að gerast í Öskjuhlíðarskóla þennan dag.

4. desember 2007 : 75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Ísland

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar.

4. desember 2007 : Heimsóknir í Safamýrarskóla og sérdeild Hlíðaskóla

Í dag, 4. desember, fór umboðsmaður barna, Margrét María, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvald Einari, í heimsókn í Safamýraskóla og Hlíðaskóla. Sá fyrri er sérskóli en síðari er almennur skóli með sérdeild fyrir börn með fötlun.

3. desember 2007 : Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum, 149. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum, 149. mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 3. desember 2007. 
Síða 1 af 15

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica