Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár. 

Sjá nánar

Opið hús fimmtudaginn 20. desember

Umboðsmaður barna verður með opið hús næsta fimmtudag, 2. desember, frá kl. 10 til kl. 11:30. Leikskólabörn frá Njálsborg syngja jólalög og sr. Hjálmar Jónsson flytur hugvekju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Ný menntastefna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu. Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.

Sjá nánar

Ársskýrsla umboðsmanns barna komin út

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur embætti umboðsmanns barna tekið saman skýrslu til forsætisráðherra um starfsemi embættisins.Skýrslan tekur til tímabilsins 1. janúar 2006 til 30. júní 2007.

Sjá nánar

Börn með fötlun - Fréttatilkynning

Föstudaginn 7. des. kl. 8:30 verður umboðsmaður barna í Öskuhlíðarskóla. Þá koma nemendur skólans saman á söngsal og synja jólalög og í framhaldi af því kemur Möguleikhúsið og sýnir jólaleikrit. Fjölmiðlar eru velkomnir að koma á staðinn og fyljast með hvað er að gerast í Öskjuhlíðarskóla þennan dag.

Sjá nánar

75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Ísland

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í tilefni þess mun umboðsmaður barna á Íslandi, Margrét María Sigurðardóttir, nota þessa viku til þess að heimsækja Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Brúarskóla og Hlíðarskóla. Þrír fyrstu skólarnir eru sérskólar fyrir börn með fötlun en sá síðastnefndi er með sérdeild fyrir börn með fötlun innan skólans.

Sjá nánar

Skólaþing

Skólaþing Alþingis tók formlega til starfa í síðustu viku, 23. nóvember. Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla og þar fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis.

Sjá nánar

Fræðslufundur um forvarnir

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 8:15-10 á Grand Hótel. Yfirskriftin er Hvert stefnir? Forvarnir á Íslandi.

Sjá nánar

Heimsókn frá Kína

Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.

Sjá nánar

Vefur um lestrarerfiðleika

Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.

Sjá nánar

Nýr vefur um netnotkun

Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 22. nóvember.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

Sjá nánar

Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 18 ára - Málþing

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 18 ára á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember. Af því tilefni mun Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, efna til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn frá kl. 14.00 til 16.30.

Sjá nánar

Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Sjá nánar

Námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna

Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna á vegum Umhyggju í smastarfi við Systkinasmiðjuna, KHÍ, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið er haldið í Skriðu í KHÍ, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 9.00-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur. 

Sjá nánar

Málþing um börn og byggingar

Umboðsmaður barna vill vegkja athygli á málþingi á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa: Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar.

Sjá nánar

Áhrif áfengisauglýsinga á neyslu ungs fólks

Því meira sem ungt fólk sér af áfengisauglýsingum því meiri líkur eru á að það drekki áfengi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknaverkefnisins ELSA og ennfremur að reglur sem gilda um áfengisauglýsingar í Evrópu dugi ekki til að vernda ungt fólk gegn auglýsingunum.

Sjá nánar

Skólaheimsóknir

Í síðustu viku heimsótti umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni, nokkra skóla sem taka þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi".

Sjá nánar

Snemmtæk íhlutun í leikskóla - Málþing

Snemmtæk íhlutun í leikskóla er yfirskrift málþings sem þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis standa fyrir föstudaginn 12. október í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um hugmyndafræði, framkvæmd, gæðaviðmið þjónustu og reynslu leikskóla af snemmtækri íhlutun.

Sjá nánar

Manna börn eru merkileg - Ráðstefna Þroskahjálpar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Þroskahjálpar „Manna börn eru merkileg“ sem haldinn verður laugardaginn 13. október á Grand hótel í Reykjavík. Umboðsmaður verður með erindi á ráðstefnunni auk fjölda fræðimanna, fagfólks og annarra með reynslu af málaflokknum.

Sjá nánar

Göngum í skólann

Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Sjá nánar

Dagur barnsins síðasti sunnudagur í maí

Ríkisstjórnin samþykkti 2. október sl. tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Lagt er til að dagur barnsins verði síðasti sunnudagur í maí ár hvert, í fyrsta sinn árið 2008.

Sjá nánar

Þemadagar Stúdentaráðs

Í dag, 4. október og á morgun, 5. október standa yfir þemadagarnir Þver/snið skipulagðir af jafnréttis-, fjölskyldu- og alþjóðanefnd Stúdentaráðs HÍ.

Sjá nánar

Norðurland heimsótt

Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.

Sjá nánar

Umboðsmaður á fundi í Barcelona

Árlegur fundur umboðsmanna barna í Evrópu var haldinn í Barcelona á Spáni í síðustu viku. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sótti fundinn ásamt starfsmanni embættisins Sigríði Önnu Ellerup. Helsta umræðuefni fundarins var fötluð börn og hinn nýji sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.

Sjá nánar

Aukaefni og ofvirkni barna

Umhverfisstofnun hefur birt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem háskólinn í Southampton vann í samráði við bresku matvælastofnunina um tengsl aukaefna í matvælum við ofvirkni. 

Sjá nánar

Námsdagar um foreldra í vanda og vanrækt börn

Þerapeia ehf. í samvinnu við Landlæknisembættið stendur fyrir námsdögum dagana 27. og 28. september nk. um foreldra í vímuefnavanda og vanrækt börn. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og stendur kl. 9:15-16:00 báða dagana.

Sjá nánar

Heimili og skóli 15 ára

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans óska Heimili og skóla - landssamtökum foreldra innilega til hamingju með 15 ára afmælið og þakka gott samstarf á liðnum árum.

Sjá nánar

Útivistartími barna

Reglur um útivistartíma barna og unglinga breytast í dag, 1. september, þannig að útivistartíminn styttist um tvær klukkustundir.

Sjá nánar

Svæfingar í tannlæknaþjónustu fyrir börn

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tannlæknar ekki getað sinnt þeim sjúklingum sem þurfa á svæfingu að halda vegna þess að svæfingarlæknar hafa ekki viljað sinna því starfi á stofum tannlækna af faglegum ástæðum og vegna kjaramála.

Sjá nánar

Skoðanir leikskólabarna

Í fjölmiðlum í gær var sagt frá því að leikskólabörn í leikskólanum Arnarsmára hafi ritað bæjaryfirvöldum í Kópavogi bréf til að mótmæla hugmyndum um byggingu háhýsis á Nónhæð þar sem þau leika sér gjarnan. Að mati umboðsmanns barna er mjög jákvætt að börnum sé gefin kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Skólabörn í umferðinni

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn skólabarna um hvernig best sé að undirbúa þau fyrir þátttöku í umferðinni.

Sjá nánar

Til hamingju Skáksveit Salaskóla!

Skáksveit Salaskóla varð í gær, 18. júlí, heimsmeistari grunnskólasveita á skákmóti sem fram fór í Tékklandi þrátt fyrir naumt tap gegn Suður-Afrískri sveit í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk skáksveit hampar heimsmeistaratitli.

Sjá nánar

Vernd barna gegn nettælingu

Umboðsmaður barna tekur undir ummæli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, í Morgunblaðinu í gær, 5. júlí, um nauðsyn þess að verja börn gegn nettælingu.

Sjá nánar

Ofbeldi á börnun – Niðurstöður íslenskrar rannsóknar

Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfallið svipað á vettvangi skólans. Allt að þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi í einhverri mynd og tæplega einn af hverjum tíu greinir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.

Sjá nánar

Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni

Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.

Sjá nánar

Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

Sjá nánar

Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

Sjá nánar

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

Sjá nánar

Meðlagsgreiðslur úr landi

Umboðsmaður barna ritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf í byrjun maímánaðar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort ráðherra hafi sett reglur um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldrar eða börn eru búsett erlendis.

Sjá nánar

Skýrsla SÞ um ofbeldi gegn börnum - Ályktun um viðbrögð

Á fundi hinna norrænu embætta umboðsmanna barna sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna að því að á allsherjarþinginu 2007 verði skipaður sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ til að fylgja eftir tillögum um viðbrögð við ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Reynslusögur barna úr barnavernd - Opinn fyrirlestur

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd bjóða til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø mánudaginn 11. júní kl. 11.00 - 12.00 á Barnaverndarstofu. Yfirskrift fyrirlestursins er Reynslusögur barna úr barnavernd. Barnavernd frá sjónarhóli barna

Sjá nánar

Sumarið er tíminn - Morgunverðarfundur

Þriðjudaginn 5. júní mun Náum áttum hópurinn sem umboðsmaður barna á fulltrúa í halda morgunverðarfund á Grandhóteli. Yfirskriftin að þessu sinni er: Sumarið er tíminn: samvera, útihátíðir; ábyrgð hverra?

Sjá nánar

Börn og umhverfi - Námskeið

Rauði krossinn stendur fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Námskeiðið verður haldið víða um landið í lok maí og fyrri hluta júnímánaðar.

Sjá nánar

Klám - ógnun við velferð barna

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs David L. Burton, MSW, Ph.D, í dag, miðvikudag 23. maí kl. 12:00-13:00

Sjá nánar

Listviðburður fyrir alla

Sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe fer fram í miðborg Reykjavíkur dagana 10. til 12. maí. Föstudaginn 11. maí fór 8 metra há risafígúra, Risessan, á flakk um götur borgarinnar við mikla hrifningu vegfarenda.

Sjá nánar

Trampólín

Umboðsmaður barna birtir hér grein eftir Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur, sviðstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rétta notkun trampólína.

Sjá nánar

Börn og umferðin

Grein eftir Hildi Tryggvadóttur Flóvenz starfsmann hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um helstu atriði er varða öryggi barna í umferðinni.

Sjá nánar

Forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin sem haldin verður í Kennaraháskólanum 24 -25 maí 2007. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.

Sjá nánar

Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Nótel Nordica 18.-21. maí 2008. Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð.

Sjá nánar

Fjöldi barna í leikskólum 2006

Hagstofa Íslands hefur gefið út nýjar tölur um fjölda barna í leikskólum í árslok 2006. Í frétt á vefsíðu Hagstofunnar segir að börn í leikskólum hafi aldrei verið fleiri og dvalartími barna í leikskólum lengist stöðugt.

Sjá nánar

SAMAN hópurinn hlýtur lýðheilsuverðlaunin 2007

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 voru veitt við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Handhafi verðlaunanna í ár er SAMAN hópurinn og veitti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hópnum verðlaunin fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

Sjá nánar

Efling foreldrahæfni - Stefna Evrópuráðsins

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Sjá nánar

Til hamingju Ástráður!

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvár. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðrum háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning.

Sjá nánar

Unglingar vilja skýr mörk - sænsk könnun

Unglingar vilja að foreldrar þeirra setji þeim mörk og vilja ekki að foreldrar kaupi fyrir þá áfengi eða bjóði þeim upp á bjór og vín. Þetta kemur fram í könnun sem umboðsmaður barna í Svíþjóð gerði meðal ráðgjafarbekkja sinna.

Sjá nánar

Nám að loknum grunnskóla 2007

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007. Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum.

Sjá nánar

Réttur barna til foreldra - Málþing

Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lindgren. Málþingið er haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. apríl kl. 14:00. Frummmælendur á málþinginu eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð, og Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna á Íslandi.

Sjá nánar

Breytingar á lagaákvæðum um kynferðisbrot

Frumvarp til laga um breytingu á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga var samþykkt á Alþingi s.l. laugardag.   Því ber að fagna enda fela breytingarnar í sér aukna réttarvernd fyrir börn gegn kynferðisbrotum.

Sjá nánar

Fæðingar 2006

Árið 2006 fæddust 4.415 börn hér á landi, 2.258 drengir og 2.157 stúlkur. Þetta eru fleiri fæðingar en árið 2005.

Sjá nánar

Heimsdagur barna

Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18 verður HEIMSDAGUR BARNA haldinn hátíðlegur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi.

Sjá nánar

Ungt fólk 2006

Rannsóknina Ungt fólk 2006 - Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi er nú hægt að nálgast í útgáfuskrá á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.

Sjá nánar

21% leikskóla framfylgir ekki aðalnámskrá

Í nýrri könnun menntamálaráðuneytisins kemur fram að 21% leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu, 21% hefur ekki mótað eigin skólanámskrá og um 7% leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá

Sjá nánar

Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn

Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.

Sjá nánar

Ungt fólk 2006 - kynningarfundur á morgun

Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 25. janúar n.k. kl. 13:30 í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Rvk.  Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006.  Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.

Sjá nánar

Bætt samskipti á Netinu - auglýsingaherferð

Bætt samskipti á Netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem hafin er í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. AUGA, góðgerðasjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla tekur að þessu sinni höndum saman við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.

Sjá nánar

Árleg skýrsla UNICEF komin út

Út er komin hin árlega skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, The State of World Children 2007.  Að þessu sinni fjallar skýrslan um mismunun og áhrifaleysi kvenna og bendir á það hvað þarf að gera til að útrýma kynjamisrétti og auka áhrif kvenna og barna.

Sjá nánar

Breytingar á grunnskólalögum

Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum.

Sjá nánar

Bæklingur um forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum bæklingi um forsjá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út.

Sjá nánar