Fréttir (Síða 8)
Fyrirsagnalisti
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Embætti umboðsmanns barna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Um forsjárdeilur og aðfaragerðir
Töluvert hefur verið fjallað um aðfarargerðir í forsjármálum á seinustu vikum og mánuðum og hafa umboðsmanni barna borist þó nokkrar ábendingar og erindi vegna þeirra mála. Af því tilefni telur umboðsmaður rétt að ávarpa almenn réttindi barna í forsjárdeilum þar sem til greina kemur að koma á forsjá með aðfarargerð.
Fíasól og umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna skipar stórt hlutverk í verkinu "Fíasól gefst aldrei upp" sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu.
Staða fylgdarlausra barna
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra, forstjóra Útlendingastofnunar og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu vegna stöðu fylgdarlausra barna.
Samráð við nemendur um sameiningu MA og VMA
Svar hefur borist frá mennta- og barnamálaráðuneytinu við fyrirspurn embættisins um samráð við nemendur um sameiningu skólanna MA og VMA.
Notkun farsíma í skólum
Í október 2023 framkvæmdi umboðsmaður barna könnun meðal allra grunnskóla á landinu þar sem spurt var um reglur varðandi farsíma í skólum. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu um stöðu barna sem var lögð fram fyrir barnaþing 2023.
Skýrsla um stöðu barna
Skýrsla um stöðu barna hefur verið lögð fram í tengslum við barnaþing þar sem m.a. er fjallað um stöðu og þróun málefna barna á helstu sviðum samfélagsins.
Vel heppnað barnaþing
Í dag fögnum við degi mannréttinda barna og vel heppnuðu barnaþingi sem haldið var föstudaginn 17. nóvember s.l.
Barnaþing sett í dag
Forseti Íslands setti þriðja barnaþing klukkan níu í morgun. Hátt í 150 börn sækja þingið á aldrinum 11-15 ára víðs vegar að af landinu
Eldri fréttir (Síða 8)
Fyrirsagnalisti
Drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði
Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
Fyrsti fundur samráðshóps um barnaþing
Merki tengt afmælisári Barnasáttmálans
Morgunverðarfundur Náum áttum - jákvæð samskipti í starfi með börnum
Fundur með félags- og barnamálaráðherra
Salvör Nordal,umboðsmaður barna ásamt þeim Ingu Huld Ármann og Auði Bjarnadóttur ungmennum frá ráðgjafarhópi embættisins funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag.