Fréttir: 2020 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

27. ágúst 2020 : Ábending til sveitarfélaga

Embætti umboðsmanns barna hefur sent bréf til allra sveitarfélaga þar sem minnt er á hlutverk og tilgang ungmennaráða og sérstaklega mikilvægi þess að í ungmennaráðum sitji fulltrúar yngri en 18 ára.

26. ágúst 2020 : Vistun barna í leikskólum

Embættið hefur sent erindi til skrifstofu borgarstjóra vegna vistunar barna í leikskólum borgarinnar og vanskil foreldra.

15. júlí 2020 : Skert starfsemi í sumar

Sumarleyfistíminn er nú genginn í garð og verður starfsemi embættisins því með minna móti í júlí.

14. júlí 2020 : Umboðsmaður leitar að ráðgjöfum

Umboðsmaður barna leitar að fjölbreyttum hópi barna og ungmenna frá 12 - 17 ára til þess að taka þátt í ráðgjafarhópi sínum og vinna að mannréttindum barna og ungmenna á Íslandi. 

13. júlí 2020 : Sumarverkefni

Þrír háskólanemar vinna að mismunandi verkefnum fyrir umboðsmann barna í sumar. Tvö verkefnanna hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og eitt er liður í sumarátaksverkefni Vinnumálastofnunar. 

3. júní 2020 : Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Síðasti fundur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna var föstudaginn síðasta. Á fundinum var Pálmar Ragnarsson með hvetjandi fyrirlestur fyrir ráðgjafana sem voru svo leystir út í sumarið með viðurkenningu fyrir vel unnin störf. 

28. maí 2020 : Ástand á skólahúsnæði

Umboðsmanni barna hefur borist erindi þar sem fram koma áhyggjur nemenda í Fossvogsskóla vegna ástands á húsnæði skólans og framkvæmda vegna myglu og raka. 

22. maí 2020 : Dagur barnsins

Dagur barnsins í ár verður sunnudaginn 24. maí og hvetjum við börn og fjölskyldur þeirra að njóta góðra og jákvæðra samveru með þeim hætti sem hentar hverjum og einum. 

18. maí 2020 : Innleiðing Barnasáttmálans í stjórnsýslu

Í janúar 2020 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana með beiðni um þátttöku í könnun. Meginmarkmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans í íslenskri stjórnsýslu og fyrirkomulag samráðs stofnana við börn. 

Síða 3 af 5

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica