14. júlí 2020

Umboðsmaður leitar að ráðgjöfum

Umboðsmaður barna leitar að fjölbreyttum hópi barna og ungmenna frá 12 - 17 ára til þess að taka þátt í ráðgjafarhópi sínum og vinna að mannréttindum barna og ungmenna á Íslandi. 

Ef þú ert á aldrinum 12 - 17 ára eða þekkir einhvern á því aldri sem vill vinna að mannréttindum barna og ungmenna þá gæti ráðgjafarhópurinn verið góður kostur.

Þau sem hafa áhuga á að starfa í hópnum er velkomið að sækja um með því að senda póst á ub@barn.is eða hringja í síma 800-5999 . Þar er gott að taka fram nafn, aldur og hvers vegna þú hefur áhuga á því að starfa í ráðgjafarhópnum.

Hópurinn hittist einu sinni til tvisvar í mánuði. Á fundum tölum við um mikilvæg mál sem koma öllu ungu fólki við.

Nánari upplýsingar um ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica