15. júlí 2020

Skert starfsemi í sumar

Sumarleyfistíminn er nú genginn í garð og verður starfsemi embættisins því með minna móti í júlí.

Sumarleyfistíminn er nú genginn í garð og verður starfsemi embættisins því með minna móti í júlí. Það þýðir að bið getur orðið á svörun erinda sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Sem fyrr njóta þau erindi sem berast frá börnum forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er. 

Margir ferðast innanlands þetta sumarið, umferðin getur því verið þétt og streituvaldandi. Þá er ágætt að muna að það er engin ástæða til að flýta sér eða finna sig knúin til upplifa allt það fallega sem Ísland hefur að bjóða eða deila því á samfélagsmiðlum. Mest um vert er að taka því rólega í umferðinni og slaka á því sumarið getur verið skemmtilegur tími fyrir foreldra og aðra til að eiga með börnum sínum og njóta jákvæðrar samveru en hún hefur mikið fornarvargildi. 

Þá er alltaf góð regla að spyrja börnin hvort þau vilji að myndir af þeim sé deilt á samfélagsmiðlum. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica