3. júní 2020

Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Síðasti fundur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna var föstudaginn síðasta. Á fundinum var Pálmar Ragnarsson með hvetjandi fyrirlestur fyrir ráðgjafana sem voru svo leystir út í sumarið með viðurkenningu fyrir vel unnin störf. 

Á fundinum var farið yfir starfsár ráðgjafarhópsins sem var mjög viðburðaríkt. Þau áttu meðal annars samráð við embættið vegna nýrra heimasíðu, gáfu út handbók um starfsemi ráðgjafarhópsins, voru með fræðsluerindi um réttindi barna í grunnskólum og tóku virkan þátt á fundum og ráðstefnum bæði sem þátttakendur og sem fyrirlesarar. Hápunktur hópsins var barnaþing 2019 þar sem þau skiptust á að halda utan um samfélagsmiðla embættisins og voru fundarstjórar og kynnar á hátíðardagskrá barnaþingsins undir stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. 

Á þessum lokafundi voru fimm ráðgjafar kvaddir sem hættu í hópnum og fara nú inn í sín fullorðinsár. Það voru þau: Ármann Leifsson, Ísak Hugi Einarsson, Margrét Lilja Óskarsdóttir, Vigdís Sóley Vignisdóttir og Auður Bjarnadóttir. Umboðsmaður barna þakkar þeim kærlega fyrir sín góðu störf í hópnum og óskar þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. 

Vidurkenning_2020

Í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna eru börn og ungmenni á aldrinum 12 - 17 ára og er öllum börnum á þessum aldri velkomið að senda okkur umsókn. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði ráðgjafarhóps umboðsmanns barna

Lokafundur02


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica