Fréttir: 2020 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. apríl 2020 : Samræmd viðbrögð vegna kórónuveirunnar

Framundan er afnám ýmissa takmarkana sem geta haft mikil áhrif á líðan og hagi barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Umboðsmaður sendi bréf til forsætisráðuneytisins þar sem bent var á nauðsyn þess að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og fjölskyldna.

16. apríl 2020 : Þátttaka barna í ákvörðunar­töku um tilhögun skólastarfs

Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir frá börnum vegna þeirra röskunar sem hefur orðið á skólastarfi í kjölfar aðgerða sem miða að því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

8. apríl 2020 : Samræmd skráning skólasóknar

Sem viðbrögð við umræðu um skólaforðun hefur umboðsmaður barna sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og menntamálastofnunar varðandi samræmda skráningu skólasóknar barna í grunnskóla. 

26. mars 2020 : Kórónaveiran: Spurt og svarað

Það er alls ekki skrítið að finna fyrir kvíða og vera hrædd um það sem er að gerast í heiminum í dag út af kórónavírusnum. Margir finna fyrir því þegar það hefur áhrif á mann sjálfan eða umhverfið í kringum mann. Umboðsmaður barna hefur tekið saman svör við nokkrum spurningum sem gætu komið upp. 

17. mars 2020 : Að ræða við börn um kórónuveiruna

Það mikilvægasta sem þú getur gert sem fullorðinn er að fullvissa og róa barnið og koma í veg fyrir að það upplifi valdaleysi. Til þess að svo megi verða þarft þú að komast að því hvað barnið þitt veit og hverjar þarfir þess eru.

16. mars 2020 : Embættið á Fljótsdalshéraði

Embætti umboðsmanns barna flutti skrifstofu sína tímabundið til Egilsstaða vikuna 9. – 13 mars sl. Markmið þess var að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu. 

24. febrúar 2020 : Skrifstofan flytur tímabundið til Egilsstaða

Umboðsmaður barna flytur skrifstofu embættisins til Egilsstaða vikuna 9.-13. mars n.k. Markmið flutninganna er að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu.

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

Síða 2 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica