1. október 2020

Fjölgun í starfshópi embættisins

Nýr starfsmaður mun halda utan um starf Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og Ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Tinna Rós Steinsdóttir hefur störf í dag hjá embættinu en hún mun halda utan um starf Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og Ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Tinna Rós hefur viðamikla reynslu af sambærilegu starfi þar sem áhersla er lögð á þátttöku og valdeflingu barna en hún hefur meðal annars starfað hjá samtökunum Eurochild sem verkefnastjóri og sem sérfræðingur um stefnumál er varða þátttöku barna. Hún hefur einnig starfað hjá Evrópuráðinu og UNICEF í Genf sem sérfræðingur um velferð barna og þá kom Tinna meðal annars að skipulagningu barnaþings sem haldið var í nóvember 2019 þar sem hún sá um undirbúningsvinnu barnaþingmanna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica