20. október 2020

Samráð við börn

Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirrituðu, á Teams, samstarfssamning sem tryggir samráð stjórnvalda í yfirstandandi vinnu í málefnum barna. 

Með samningnum er embætti umboðsmanns barna falið að hafa umsjón með samráði við börn meðal annars um stefnu um barnvænt Ísland. Umboðsmaður barna hyggst leita til fjölbreytts hóps barna meðal annars með rafrænum hætti. Umboðsmaður barna hefur í sínum störfum lagt áherslu á mikilvægi þess að börn taki þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku samkvæmt Barnasáttmálanum og að frumvörp sem varðar börn séu rýnd af þeim. Hér er því um afar mikilvægt skref að ræða.

Embættið fagnar því að það eigi að hafa samráð við börn meðal annars um stefnu um barnvænt Ísland. Við höfum þrjár vikur til að ljúka verkefninu sem er ekki langur tími en við höfum þegar hafið undirbúning og vonumst til að samráðið verði að miklu leyti rafrænt eins og staðan er í samfélaginu.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica