Fréttir: nóvember 2019

Fyrirsagnalisti

29. nóvember 2019 : Ráðgjafar umboðsmannsins í fjölbreyttu hlutverki á barnaþingi

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna tók virkan þátt í barnaþingi og sinnti meðal annars hlutverki fréttamanna, skipuleggjenda og hátíðarstjóra á þinginu. Ráðgjafarhópurinn hefur verið hluti af starfsemi umboðsmanns barna í 10 ár og er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Hópurinn skapar börnum tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem skipta þau máli í samfélaginu.

29. nóvember 2019 : Opið hús á aðventunni

28. nóvember 2019 : Nýtt merki umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna hefur fengið nýtt merki. Það er eftir sama höfund og fyrra merkið, Þorvald Ó. Guðlaugsson, og sýnir eins og áður kríur á flugi. 

26. nóvember 2019 : Skýrsla lögð fram á barnaþingi 2019

Skýrsla um stöðu í málefnum barna í íslensku samfélagi var lögð fyrir barnaþing samkvæmt 6. gr. a. laga um umboðsmann barna.

25. nóvember 2019 : Vel heppnuðu barnaþingi lokið

Barnaþing 2019 er nú lokið en það fór fram í Hörpu þann 21. og 22. nóvember. Barnaþingið var sett á fimmtudeginum með stórglæsilegri setningarathöfn að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur sem var verndari Barnaþingsins.

19. nóvember 2019 : Réttur barna til þátttöku

Grein nóvembermánuðar fjallar um rétt barna til þátttöku og byggist á 12. gr. Barnasáttmálans.

8. nóvember 2019 : Fréttir af starfi ráðgjafarhóps

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 12 - 17 ára, hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Vinsælt hefur verið að fá fulltrúa frá hópnum til að vera með erindi við ýmis tækifæri enda hafa þau mikið fram að færa.

8. nóvember 2019 : Börn afhenda ráðherrum boð á barnaþing

Í vikunni afhentu börn ráðherrum boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 21.-22. nóvember. Auk barna er þingmönnum, fulltrúum sveitarstjórna, stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna, boðið til þingsins.

8. nóvember 2019 : Vel heppnuð vinnustofa um þátttöku barna

Umboðsmaður barna hélt ásamt félagsmálaráðuneytinu og stýrihópum Stjórnarráðsins afar vel heppnaða vinnustofu með Lauru Lundy, prófessor við Queen´s Háskóla í Belfast á Norður Írlandi, um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica