8. nóvember 2019

Vel heppnuð vinnustofa um þátttöku barna

Umboðsmaður barna hélt ásamt félagsmálaráðuneytinu og stýrihópum Stjórnarráðsins afar vel heppnaða vinnustofu með Lauru Lundy, prófessor við Queen´s Háskóla í Belfast á Norður Írlandi, um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku.

Umboðsmaður barna hélt ásamt félagsmálaráðuneytinu og stýrihópum Stjórnarráðsins afar vel heppnaða vinnustofu með Lauru Lundy, prófessor við Queen´s Háskóla í Belfast á Norður Írlandi, um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku. Á vinnustofunni talaði einnig Dr. Carmel Corrigan, sérfræðingur hjá umboðsmanni barna á Írlandi sem fjallaði um reynslu íra af aðgerðaáætlun um aukið samráð við börn. Vinnustofuna sátu m.a. fulltrúar ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka og ungmennaráða.

Í lok vinnustofunnar voru umræður meðal þátttakenda þar sem þeir voru beðnir um að svara nokkrum spurningum um vel heppnað samráð við börn og koma með tillögur að auknu samráði og aðgengi barna að upplýsingum og þjónustu. Umboðsmaður barna  mun á næstu vikum vinna úr þessum tillögum ásamt öðrum sem koma fram m.a. á barnaþingi 21.-22. nóvember. Gert er ráð fyrir að embættið skili félags- og barnamálaráðherra skýrslu með tilögum að aðgerðaráætlun í lok ársins. 

 

 Myndir frá vinnustofunni


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica