Fréttir


Eldri fréttir: 2012 (Síða 13)

Fyrirsagnalisti

17. febrúar 2012 : Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum

Í tölvupósti frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu, dags. 3. febrúar 2012, gafst umboðsmanni barna kostur á að koma með athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með síðari breytingum. Athugasemdir sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 17. febrúar 2012.

16. febrúar 2012 : Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

14. febrúar 2012 : Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.

13. febrúar 2012 : Ábendingar barnaréttarnefndar SÞ - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi „Náum áttum" miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 8:15-10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Fjallað verður um ábendingar barnaréttanefndar Sameinuðuþjóðanna og viðbrögð yfirvalda við þeim.

3. febrúar 2012 : Dagur leikskólans 6. febrúar

Mánudaginn 6. febrúar  verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fimmta sinn.

2. febrúar 2012 : Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) hefur gefið út rit um rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnavernd. Ritið heitir "Það kemur alveg nýtt look á fólk" Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi og er eftir Anni Haugen.

31. janúar 2012 : Erindi um barnvinsamlegt réttarkerfi

Hinn 20. janúar sl. stóð Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni fyrir ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu.

20. janúar 2012 : Endurskoðun leiðbeininga um neytendavernd barna hafin

Gefinn er frestur til 1. febrúar til þess að gera athugasemdir áður en talsmaður neytenda og umboðsmaður barna ljúka yfirstandandi endurskoðun á leiðbeiningarreglum sem ætlað er að auka neytendavernd barna.

20. janúar 2012 : Líðan barna – Samanburður úr könnunum 2010 og 2011

Árið 2010 upplifðu 14,7% nemenda í 5. – 7. bekk sig aldrei eða sjaldan örugga á skólalóðinni sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall. Árið 2011 var þetta hlutfall orðið 15,4%. Árið 2010 töldu um 11% nemenda að kennarinn gerði stundum eða oft lítið úr einhverjum krakkanna en ári síðar töldu hins vegar um 15% nemenda að kennarinn gerði oft eða stundum lítið úr einhverjum krakkanna.
Síða 13 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica