Fréttir
Eldri fréttir: 2012 (Síða 14)
Fyrirsagnalisti
Morgunverðarfundur um réttindi og lýðræði í leikskóla
Rannung - Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna stendur fyrir morgunverðarfundi um réttindi barna og lýðræði í leikskóla 1.febrúar 2012 frá kl. 8:30 til kl. 11. Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík.
Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota
Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna í samvinnu við Evrópuráðið til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þann 20. janúar. Málstofan fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 18.
Styrkir úr Æskulýðssjóði
Mennta og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2012 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er vinna gegn einelti, fræðslu um mannréttindi, þjálfun þeirra er vinna með börnum og ungmennum í félagsstarfi og á samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Er barnalýðræði á Íslandi? - Málþing
Þroskaþjálfafélag íslands stendur fyrir áhugaverðu málþingi dagana 26. og 27. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er Er barnalýðræði á Íslandi? Í kjölfar málþingsins verður svo haldin ráðstefnan Velferð á óvissutímum.
Innritunarreglur í framhaldsskóla skortir lagastoð
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að regla sem menntamálaráðherra ákvað að yrði fylgt við innritun nemenda í framhaldsskóla á skólaárinu 2010/2011 hefði ekki haft lagastoð.
Síða 14 af 14
- Fyrri síða
- Næsta síða