3. febrúar 2012

Dagur leikskólans 6. febrúar

Mánudaginn 6. febrúar  verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fimmta sinn.

Mánudaginn 6. febrúar  verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6 febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. 
 
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.  Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.  

Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn. Í tilefni dagsins hefur m.a. verið auglýst  eftir gullkornum frá leikskólum landsins. Þau þurftu að vera lýsandi fyrir það nám sem leikskólabörn stunda og óskað var eftir mynd með. „Bestu“ gullkornin hafa verið valin á veggspjald og verður þeim dreift  til leikskóla og sveitarfélaga.  Auk þess var óskað eftir myndböndum með stuttum viðtölum við leikskólabörn um leikskólalífið.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica