Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Þarf að auka neytendavernd barna?

Óskað er eftir athugasemdum frá neytendum - ekki síst foreldrum barna - samtökum og öðrum hagsmunaaðilum í tilefni af endurskoðun leiðbeinandi reglna um neytendavernd barna.

Sjá nánar

Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30. Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama.

Sjá nánar

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli út fyrir landsteinana

Stjórnlög unga fólksins verða í forgrunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fer á sunnudag og mánudag. Þar verða samankomnir ráðherrar Evrópuráðsins og ætla þeir að ræða hvernig byggja megi upp barnvænni  Evrópu. Stjórnlög unga fólksins voru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi. Markmiðið var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar

Lakari réttur framhaldsskólanema? - Bréf

Nú hefur komið í ljós að með nýju regluverki ætla stjórnvöld ekki að tryggja nemendum framhaldsskóla sama eða betri rétt en eldri reglur kváðu á um varðandi rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts.

Sjá nánar

Samþykki barna til brottnáms líffæra eða lífrænna efna úr eigin líkama - Bréf

Umboðsmaður hefur í nokkurn tíma haft áhyggjur af réttarstöðu barna sem mögulega þurfa og/eða vilja gefa úr sér líffæri eða lífræn efni, svo sem beinmerg. Samkvæmt lögum er börnum óheimilt að gefa samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efni, undir hvaða kringumstæðum sem er. Þó er ljóst að það tíðkast að einhverju leyti í framkvæmd að börn gefi líffæri eða lífræn efni.

Sjá nánar

Viðburðir á degi gegn einelti

Í hádeginu hittist fjöldi fólks í Höfða þar sem velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ýmissa stofnanna og samtaka undirrituðu Þjóðarsáttmála gegn einelti.

Sjá nánar

Ný reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að út er komin ný reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um ábyrgð, réttindi og skyldur starfsfólks skóla, nemenda og foreldra, starf grunnskóla gegn einelti, skólareglur og brot á skólareglum. Þá er í lokin fjallað um málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Á degi gegn einelti - Verum vinir

Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd.

Sjá nánar

Upplýstir og ábyrgir einstaklingar

Eitt helsta markmið Barnasáttmálans er að börn fái tækifæri til að þroskast þannig að þau verði upplýstir og ábyrgir einstaklingar. Eftir því sem þau verða eldri og þroskaðri þurfa þau í auknum mæli að fá tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.

Sjá nánar

Tryggingar og börn

Umboðsmanni barna barst ábending um að umsókn um tryggingu fyrir barn hefði verið hafnað af tryggingarfélaginu Sjóvá vegna raskana sem barnið hafði verið greint með. Ákvað umboðsmaður barna því að kanna hvaða reglur gilda og hvernig verklagi er háttað þegar kemur að tryggingum fyrir börn.

Sjá nánar