24. nóvember 2011

Frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með bréfi dags. 24. nóvember 2011.

 

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með bréfi dags. 24. nóvember 2011.

Skoða frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Efnahags- og viðskiptanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík 24. nóvember 2011
UB: 1111/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 9. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp. Umboðsmaður barna vill þakka fyrir tækifæri til að koma með athugasemdir við frumvarpið.

Með umræddu frumvarpi eru lagðar til skattaívilnanir í þágu ákveðinna félagasamtaka. Ljóst er að mörg félagasamtök sem gætu nýtt sér þann skattaafslátt sem frumvarpið tekur til starfa í þágu barna auk þess sem börn eru oft þátttakendur í starfi þeirra. Með því að koma til móts við félagasamtök og veita afslátt þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda má leiða líkum að því að aukið fé sé notað í þágu barna.

Umboðsmaður vill gjarnan nota þetta tækifæri til að koma eftirfarandi á  framfæri við nefndina. Við athugun umboðsmanns barna á styrktarstjóðum og öðrum sjóðum sem nýtast eiga börnum kom í ljós að mjög takmarkað eftirlit er með þeim. Því er hætta á að það fjármagn sem er til ráðstöfunar nýtist börnum ekki beint. Umboðsmaður barna vekur því athygli á mikilvægi þess að eftirlit verði haft með umræddum skattaívilnunum sem og sjóðum og styrktarsjóðum sem eiga að nýtast börnum.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica