Fréttir


Eldri fréttir: 2010 (Síða 12)

Fyrirsagnalisti

8. febrúar 2010 : Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna

Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna. 

5. febrúar 2010 : Um tannheilbrigði og tannlæknaþjónustu barna

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna aukins kostnaðar sem foreldrar bera vegna meðferðar barna hjá tannlæknum.

5. febrúar 2010 : Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.

4. febrúar 2010 : Fræðsluefni um áhrif koffíns

Matvælastofnun hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

2. febrúar 2010 : Degi leikskólans fagnað á föstudaginn

Þann 6. febrúar n.k. er dagur leikskólans. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt eru hvattir til að halda degi leikskólans á lofti.

1. febrúar 2010 : Fræðsluefni um tannvernd barna

Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna.

28. janúar 2010 : Fræðsluefni um geðheilbrigði barna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á tveimur nýjum bæklingum um geðheilbrigði barna, annar ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga.

27. janúar 2010 : Ný vefsíða - Léttari æska

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

25. janúar 2010 : Rannsókn - Lífsstíll 7-9 ára barna

Niðurstöður rannsóknar á lífsstíl 7-9 ára barna sýna að hægt er að auka hreyfingu og stuðla að hollara mataræði með samstilltu átaki heimila og skóla
Síða 12 af 13

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica