Fréttir
Eldri fréttir: 2010 (Síða 12)
Fyrirsagnalisti
Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna
Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna.
Um tannheilbrigði og tannlæknaþjónustu barna
Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna aukins kostnaðar sem foreldrar bera vegna meðferðar barna hjá tannlæknum.
Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.
Fræðsluefni um áhrif koffíns
Matvælastofnun hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.
Degi leikskólans fagnað á föstudaginn
Þann 6. febrúar n.k. er dagur leikskólans. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt eru hvattir til að halda degi leikskólans á lofti.
Fræðsluefni um tannvernd barna
Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna.
Fræðsluefni um geðheilbrigði barna
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á tveimur nýjum bæklingum um geðheilbrigði barna, annar ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga.
Ný vefsíða - Léttari æska
Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.
Rannsókn - Lífsstíll 7-9 ára barna
Niðurstöður rannsóknar á lífsstíl 7-9 ára barna sýna að hægt er að auka hreyfingu og stuðla að hollara mataræði með samstilltu átaki heimila og skóla
Síða 12 af 13