Fréttir
Eldri fréttir: 2010 (Síða 11)
Fyrirsagnalisti
Samkeppni um gerð veggspjalda um netið og netspurningakeppni á vegum SAFT
Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins hefur SAFT sent frá sér fréttatilkynningar um samkeppni um gerð veggspjalda um netið og netspurningakeppni.
Morgunverðarfundur um Börn með ADHD - ekki gera ekki neitt
Miðvikudaginn 24. febrúar nk. mun samstarfshópurinn Náum áttum standa fyrir morgunverðarfundi um börn með ADHD og áhættuhegðun. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel milli kl. 8:15 og 10.00.
Öskudagur
Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri.
Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni
Vegna útkomu skýrslu um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem send var út með fréttatilkynningu 3/2010 frá fjármálaráðuneytinu hinn 28. janúar 2010 vildi umboðsmaður barna koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður í bréfi dags. 12. febrúar 2010.
Athugasemdir við skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni
Vegna útkomu skýrslu um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem send var út með fréttatilkynningu 3/2010 frá fjármálaráðuneytinu hinn 28. janúar 2010 vildi umboðsmaður barna koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið.
Málstofur RBF vorið 2010
Fimm málstofur verða haldnar á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands vorið 2010. Þema vorsins er Foreldraskyldur samfélags og réttur barna.
Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?
Á málstofu Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafardeildar HÍ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12-13, í Lögbergi stofu 102, mun Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, flytja fyrirlesturinn Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?
Málþing um unga kynferðisafbrotamenn
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi um unga kynferðisafbrotamenn föstudaginn 12. febrúar kl. 13 - 17:30 í stofum 231a og 231b.
Ungt fólk – Utan skóla 2009
Á föstudaginn í síðustu viku var skýrslan ,,Ungt fólk – Utan skóla“ kynnt í Háskólanum í Reykjavík.
Síða 11 af 13