27. janúar 2010

Ný vefsíða - Léttari æska

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

Ofþyngd barna aukist mikið á síðustu áratugum. Í ljósi þess er mikilvægt að finna leiðir til þess að hægja á þessari þróun. Foreldrar gegna lykilhlutverki í því að koma í veg fyrir ofþyngd barna sinna og er þar að leiðandi mikilvægt að þeir séu upplýstir um hve vandinn er mikill og hvað þeir geta gert til þess að koma í veg fyrir aukna ofþyngd barna sinna.

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

Á heimasíðunni geta foreldrar fyllt úr matar – og hreyfidagbók í samráði við börn sín. Slík dagbók á að auðvelda foreldrum og börnum að skipuleggja daglegar matar- og hreyfivenjur sem skila sér í heilbrigðara líferni og léttari æsku.

www.lettariaeska.is.

Verkefnið er unnið af Hrund Scheving og er hluti af mastersverkefni í lýðheilsufræðum við Háskólan í Reykjavík. Leiðbeinandi verkefnisins var Ásrún Matthíasdóttir og meðleiðbeinandi Álfgeri Logi Kristjánsson lektorar við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica