28. janúar 2010

Fræðsluefni um geðheilbrigði barna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á tveimur nýjum bæklingum um geðheilbrigði barna, annar ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga.
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á tveimur nýjum bæklingum um geðheilbrigði barna, annar ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga.
 
Bæklingarnir eru unnir á vegum Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) í samstarfi við Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið.
 
Ákveðið var að ráðast í gerð fræðslubæklinganna í ljósi þess að ekkert efni var til á íslensku um þetta efni en þörfin fyrir fræðslu sem þessa er mjög brýn. Meðal þess sem fjallað er um er: hvað er geðheilsa, hvað truflar geðheilsu, helstu merki um geðheilsuvandamál, hvernig nálgast má aðstoð ef vanda ber að höndum, og nokkur góð ráð sem styrkt geta geðheilsuna
Bæklingurinn fyrir unga fólkið brýst saman þar til hann er svo smár að auðvelt er að setja hann í vasann eða töskuna en sá fyrir aðstandendur er í hefðbundnara útliti.
Hægt er að panta bæklingana hjá Landlækni eða skoða þá á skjánum og prenta út í pdf formi með því að ýta á tenglana hér að neðan. 

Unglingabæklingurinn á pdf formi er hér
Foreldrabæklingurinn á pdf formi er hér


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica