Fréttir: janúar 2010

Fyrirsagnalisti

28. janúar 2010 : Fræðsluefni um geðheilbrigði barna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á tveimur nýjum bæklingum um geðheilbrigði barna, annar ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga.

27. janúar 2010 : Ný vefsíða - Léttari æska

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

25. janúar 2010 : Rannsókn - Lífsstíll 7-9 ára barna

Niðurstöður rannsóknar á lífsstíl 7-9 ára barna sýna að hægt er að auka hreyfingu og stuðla að hollara mataræði með samstilltu átaki heimila og skóla

19. janúar 2010 : Umönnunargreiðslur til foreldra fatlaðra og langveikra barna

Umboðsmanni barna bárust í nóvember sl. athugasemdir um fyrirhugaðan niðurskurð á umönnunargreiðslum til foreldra fatlaðra barna eða barna með alvarleg veikindi.

18. janúar 2010 : Málstofur um barnavernd og fjölmiðlun

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa hafa undanfarin ár staðið staðið fyrir málstofum um barnavernd einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni verður sjónum beint að barnavernd og fjölmiðlum.

14. janúar 2010 : Einblöðungur um skólaráð - Bréf til grunnskóla

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvubréf til að kynna einblöðung um skólaráð sem gefinn var út fyrr í vetur. Einblöðungurinn er sérstaklega ætlaður nemendum grunnskóla og hefur að geyma upplýsingar úr grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð ásamt nokkrum hagnýtum atriðum fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í skólaráði.

13. janúar 2010 : Æskulýðssjóður

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóð. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar n.k

12. janúar 2010 : Niðurskurður á þjónustu við börn - Bréf til sveitarstjóra

Umboðsmaður barna hefur sent öllum sveitarstjórum bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að hlífa börnum við þjónustuskerðingu.

6. janúar 2010 : Árið 2010 tileinkað börnum í Reykjavík

Á fundi borgarstjórnar í gær, 5. janúar, var samþykkt einróma tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að árið 2010 verði tileinkað velferð barna í Reykjavík.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica