18. janúar 2010

Málstofur um barnavernd og fjölmiðlun

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa hafa undanfarin ár staðið staðið fyrir málstofum um barnavernd einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni verður sjónum beint að barnavernd og fjölmiðlum.

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa hafa undanfarin ár staðið staðið fyrir málstofum um barnavernd einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni verður sjónum beint að barnavernd og fjölmiðlum.

• Fyrsta málstofa vorsins er 25. janúar þar sem Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði við HÍ mun vera með erindi um barnavernd og fjölmiðla út frá fræðilegu sjónarhorni.
• Þann 22. febrúar nk. mun Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður fjalla um efnið út frá sjónarhorni fjölmiðla og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu fjallar um friðhelgi barns til einkalífs.
• Þriðja málstofan um þetta efni verður 22. mars þar sem María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri ræðir efnið út frá sjónarhorni barnaverndarstarfsmanna. Strax að lokinni málstofunni eru áformaðar umræður í vinnuhópum til kl. 14:00

Málstofurnar verða sem fyrr kl. 12:15 til 13:15 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica