6. janúar 2010

Árið 2010 tileinkað börnum í Reykjavík

Á fundi borgarstjórnar í gær, 5. janúar, var samþykkt einróma tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að árið 2010 verði tileinkað velferð barna í Reykjavík.

Á fundi borgarstjórnar í gær, 5. janúar, var samþykkt einróma tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að árið 2010 verði tileinkað velferð barna í Reykjavík.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-18567/ segir að velferð barna sé að sjálfsögðu viðvarandi verkefni sveitarstjórna, en við þær aðstæður sem nú eru uppi sé ástæða til að leggja enn sterkari áherslu þar á. Þá segir að allir flokkar hafi gert sitt besta til að forgangsraða í þágu barna og velferðar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. „Brýnt er að áfram verði unnið á þeirri vegferð, þannig að starf á vegum borgarinnar í þágu menntunar, uppeldis og velferðar barna verði sérstaklega í forgrunni á nýju ári. Lagt er til að Aðgerðarhópi um málefni barna verði falið að útfæra tillöguna og gera tillögur til borgarráðs.“

Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki Reykjavíkurborgar og mun fylgjast með því hvernig það mun koma börnunum í borginni til góðs.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica