Fréttir: september 2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

10. september 2009 : Endurskoðuð handbók um ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur gefið út handbókina Ung- og smábarnavernd - Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára (endurskoðaða). Handbókin er ætluð fagfólki en er einnig mjög gagnleg fyrir foreldra ungra barna.

10. september 2009 : Breytingar á ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins.

9. september 2009 : Heimsókn frá leikskólanum Nóaborg

Í gær komu börn og starfsfólk frá leikskólanum Nóaborg í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna.

9. september 2009 : Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum verður haldin föstudaginn 25. september 2009 kl. 12:00 – 16:00. Yfirskriftin er Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

9. september 2009 : Dagskrá RannUng á haustmisseri

Margir áhugaverðir fyrirlestrar munu verða haldnir á vegum RannUng á haustmisseri.

8. september 2009 : Könnun um líðan barna að skóladegi loknum

Umboðsmaður barna leitar eftir skólum sem vilja taka þátt í könnun um líðan barna að skóladegi loknum.

8. september 2009 : Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Athygli er vakin á norrænni ráðstefnu um jafnréttisfræðslu í skólum sem haldin verður í Reykjavík 21. – 22. september n.k.

4. september 2009 : Vetrarstarf Foreldrahúss

Nú standa yfir skráningar á námskeið og úrræði haustsins sem í boði eru fyrir börn og unglinga í Foreldrahúsi.

1. september 2009 : Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica