4. september 2009

Vetrarstarf Foreldrahúss

Nú standa yfir skráningar á námskeið og úrræði haustsins sem í boði eru fyrir börn og unglinga í Foreldrahúsi.

Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru starfandi fyrir alla landsbyggðina. Vímulaus æska rekur Foreldrahúsið  í Borgartúni 6 í Reykjavík en það var opnað 8. apríl 1999. Í nóvember 2006 var opnað foreldrahús Vímulausrar æsku í Hafnarfirði.    

Samtökin sinna námskeiðahaldi og fyrirlestrum víðsvegar á landinu í samstarfi við foreldrafélög, skólayfirvöld og sveitarfélög viðkomandi staða.

Starfsemi Foreldrahússins skiptist í tvo megin flokka; forvarnir og eftirmeðferð. Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, forvarnarnámskeið og stuðningsmeðferð. Þegar daglegri starfsemi líkur tekur foreldrasíminn  581-1799  við, en hann er opinn allan sólarhringinn.

Nú standa yfir skráningar á námskeið og úrræði haustsins sem í boði eru fyrir börn og unglinga í Foreldrahúsi. .

Nánar á www.vimulaus.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica