8. september 2009

Könnun um líðan barna að skóladegi loknum

Umboðsmaður barna leitar eftir skólum sem vilja taka þátt í könnun um líðan barna að skóladegi loknum.

Skólaárið 2002 – 2003 gerði umboðsmaður barna þrjár kannanir um aðbúnað barna í skólum, líðan að skóladegi loknum og streitu í lífi barna.  Þátttakendur voru nemendur í 5. – 7. bekk í 18 grunnskólum sem voru kallaður Ráðgjafabekkir umboðsmanns barna.  Nú hyggst umboðsmaður barna endurtaka eina könnunina sem fjallar um líðan barna að skóladegi loknum.  Bréf mun verða sent til þeirra skóla sem tóku þátt í fyrri könnuninni en jafnframt leitað að öðrum skólum sem vilja taka þátt.  Rannsóknarstofa í barna- og fjölskylduvernd (RBF) mun framkvæma könnunina fyrir hönd umboðsmanns barna. 

Ef þinn skóli eða bekkur hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast hafið samband við skrifstofu umboðsmanns barna í gegnum netfangið ub@barn.is eða með því að hringja í síma 552-8999.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica