9. september 2009

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum verður haldin föstudaginn 25. september 2009 kl. 12:00 – 16:00. Yfirskriftin er Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum verður haldin föstudaginn 25. september 2009 kl. 12:00 – 16:00. Yfirskriftin er Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

Málstofan verður haldin í Háskóla Íslands við Stakkahlíð (áður Kennaraháskóli) í Bratta, salur í nýbyggingu. Gengið er inn frá Háteigsvegi.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð kl. 12:00. Sjá dagskrá hér.

Dagskráin verður túlkuð á táknmál. Börn frá leikskólanum Klömbrum munu syngja nokkur lög með táknum.

Þeir sem ætla að mæta á málstofuna í Stakkahlíð eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína á ust@ust.is eigi síðar en 23. sept. n.k.

Aðgangur  ókeypis.

Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinni útsendingu á sjonvarp.khi.is. Einnig verður hægt að nálgast hana síðar á umhverfisstofnun.is

Það eru Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið, Skipulagsstofnun, Vinnueftirlitið og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem standa fyrir málstofunni.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica