Fréttir: janúar 2009

Fyrirsagnalisti

29. janúar 2009 : Leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna gefin út

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa  gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

27. janúar 2009 : Umboðsmaður barna gagnrýnir dóm Hæstaréttar

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar í máli nr. 506/2008. Í málinu var X m.a. ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl) og gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fyrir að hafa rassskellt tvö börn þá 6 ára og 4 ára.

26. janúar 2009 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, 162. mál

Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 26. janúar 2009.

26. janúar 2009 : Stöndum við vörð um velferð barna?

Miðvikudaginn 28. janúar nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund undir yfirskriftinni „Stöndum við vörð um velferð barna?“
á Grand hótel í Reykjavík.

21. janúar 2009 : Raddir barna - ráðgjafahópur

Umboðsmaður barna hefur komið á fót ráðgjafahóp ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára sem hefur það hlutverk að vera ráðgjafandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Þannig geta börn og ungmenni látið skoðanir sínar í ljós og haft bein áhrif á störf umboðsmanns.

15. janúar 2009 : Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun

SAFT  - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef  hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.

14. janúar 2009 : Börn sem þátttakendur í pólitísku starfi

Vandasamt er að svara því með algildum hætti hvenær börn mega taka þátt í pólitísku starfi og mótmælum. Nauðsynlegt er að meta það út frá aðstæðum hverju sinni sem og aldri og þroska barnsins. Ávallt þarf að hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi og gæta þess að velferð þeirra sé tryggð.

8. janúar 2009 : Áfram örugg netnotkun

SAFT undirritaði í nýlega samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun netsins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica