15. janúar 2009

Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun

SAFT  - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef  hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.

SAFT  - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef  hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.

DVD diskurinn inniheldur fjögur myndbönd um örugga og jákvæða netnotkun auk fimm stuttra leikþátta sem nemendur í Háteigsskóla sömdu og fluttu í Borgarleikhúsinu á síðasta ár. Auk þessa inniheldur diskurinn ellefu námseininga til notkunar í lífsleikni- og/eða upplýsingatæknikennslu fyrir 9-16 ára börn og unglinga. Viðfangsefni námseininganna er m.a. hvernig við notum netið, tölvupóst, spjallrásir, farsíma, um einelti á netinu, nettælingu, siðferði á netinu, höfundarétt, blogg og gagnrýnin netnotkun.

Námsefnið verður einnig aðgengilegt til niðurhals á heimasíðu SAFT (www.saft.is) og hægt er að óska eftir eintaki af DVD með því að senda póst á saft@saft.is.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica