21. janúar 2009

Raddir barna - ráðgjafahópur

Umboðsmaður barna hefur komið á fót ráðgjafahóp ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára sem hefur það hlutverk að vera ráðgjafandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Þannig geta börn og ungmenni látið skoðanir sínar í ljós og haft bein áhrif á störf umboðsmanns.

Umboðsmaður barna hefur komið á fót ráðgjafarhóp ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Þannig geta börn og ungmenni látið skoðanir sínar í ljós og haft bein áhrif á störf umboðsmanns barna. 

Fyrsti  fundur ráðgjafarhópsins var  haldinn  í gær, 20. janúar, og mættu 9 ungmenni á fundinn. Ýmis mál voru rædd á þessum fyrsta fundi þar á meðal hvernig efla mætti kynningu á embætti umboðsmanns barna fyrir börnum og ungmennum.  Einnig var rætt um hvernig halda skuli upp á afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem verður 20 ára þann 20. nóvember nk.  Þá var rætt um hvernig menning barna birtist í íslensku samfélagi og aðkomu barna og ungmenna að menningu og menningarviðburðum.

Margar góðar tillögur komu fram af ýmsum málum er snerta börn og ungmenni.  Umboðsmaður barna horfir með tilhlökkun á næstu starfsár embættisins þar sem börn og ungmenni verða beinir þátttakendur í starfsemi embættisins.

Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.  Til að sinna þessu hlutverki er mikilvægt að hlusta á börn og heyra sjónarmið þeirra. 

Myndir frá fundi ráðgjafahópsins              

Mynd af fulltrúum ráðgjafarhópsins á fundi
Axel, Ásta Margrét, Alexander, Viktoría og Valdís     

Mynd af fulltrúum ráðgjafarhópsins á fundi
Axel, Margrét, Bjartur, Hjalti og Særún       


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica