8. janúar 2009

Áfram örugg netnotkun

SAFT undirritaði í nýlega samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun netsins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun.

SAFT undirritaði í nýlega samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun netsins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. SAFT hefur rekið vakningarátakið um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október 2004. Í september 2008 lauk þriðja hluta verkefnisins.

Markmið SAFT er að reka vakningarátak um örugga og jákvæða notkun netsins og nýmiðla meðal barna og unglinga, foreldra, kennara, fyrirtæki upplýsingatækniiðnað, fjölmiðla og stjórnvöld. Viðfangsefni verkefnisins snúa að því að fræða og styðja börn og foreldra í að njóta netsins og nýrra miðla á jákvæðan og öruggan hátt.

 

Mynd frá undirskriftinni

Mynd: Ólafur Magnússon frá Capacent Gallup, Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla,  Jenný Ingudóttir frá Lýðheilsustöð og Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica