Fréttir
Eldri fréttir: 2006 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Raddir fatlaðra barna
Raddir fatlaðra barna – Málþing á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum verður haldið í Norræna húsinu, 3. nóvember kl. 14-17. Málþingið er opið öllum og án endurgjalds.
Málþing RKHÍ um skólamál
"Hvernig skóli? Skilvirkur þjónn eða skapandi afl" er yfirskrift tíunda málþings RKHÍ sem haldið verður 20.-21. okóber nk.
Dagur náms- og starfsráðgjafar
Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar mun Félag náms- og starfsráðgjafa standa fyrir málþingi í Norræna Húsinu í Reykjavík 20. október kl. 13-17.
Teygjuhlé - tölvuforrit
Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar er nú hægt að sækja tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu og teygja úr sér.
Ársskýrsla umboðsmanns barna 2005
Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á árinu 2005 er komin út.
Forvarnardagurinn 2006
Fimmtudaginn 28. september nk. verður í fyrsta sinn haldinn forvarnardagur í grunnskólum landsins undir heitinu "Taktu Þátt! Hvert ár skiptir máli."
Jöfn framtíð fyrir stelpur og stráka
Félagsmálaráðherra hefur opnað nýja heimasíðu fyrir ungmenni foreldra, kennara og námsráðgjafa. Síðan ber heitið "Jöfn framtíð fyrir stelpur og stráka".
Auglýst eftir ábendingum vegna heildarendurskoðunar grunnskólalaga
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi þar sem fólki gefst kostur á að koma á framfæri skoðunum sínum á því hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðun grunnskólalaga og hver framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans.
Útivistartíminn styttist í dag
Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22.
Síða 3 af 9