1. september 2006

Útivistartíminn styttist í dag

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22.

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast 1. september.

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22. Mikilvægt er að árétta að foreldrar og forráðamenn geta að sjálfsögðu sett börnum sínum strangari reglur.

Umboðsmaður barna hvetur foreldra til fylgja reglum barnaverndarlaga um útivistartíma eins og öðrum lögum og vera þannig börnum sínum góðar fyrirmyndir.   Markmiðið með þessum reglum er fyrst og fremst að vernda börn og unglinga tryggja að þau fái nægan svefn.  Verndin beinist að því að koma í veg fyrir slys sem geta átt sér stað þegar börnin eru þreytt og vímuefnaneyslu aðra óæskilega hegðun sem er mun líklegri á kvöldin þegar myrkur er og umferð lítil.  Það skiptir því miklu máli fyrir vellíðan og velferð barna að foreldrar standi saman um að halda reglur barnaverndarlaga um útivistartíma.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica