5. október 2006

Teygjuhlé - tölvuforrit

Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar er nú hægt að sækja tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu og teygja úr sér.

Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar er nú hægt að sækja tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu og teygja úr sér.  Forritið byggist á vinnuvistfræði og nýtist sem forvörn gegn álagsmeiðslum í stoðkerfi. Forritið, sem er bandarískt að uppruna, var hannað af hópi sérfræðinga á heilbrigðissviði og að baki hverri teygju, sem birtist í forritinu, liggur mikil og vönduð vinna.

Teygjurnar eru alls 20 og hreyfimyndir, ásamt skýringartexta, sýna hvernig gera á hverja teygju.  Hvert hlé – teygjuhlé – tekur aðeins um 1-2 mínútur, eftir því hversu margar teygjur eru valdar.

Nánar í frétt 18.9.2006 á heimasíðu Lýðheilsustöðvar


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica