Fréttir: 2006 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

16. nóvember 2006 : Opið málþing um nýju grunnskólalögin

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun grunnskólalaga stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00. 

15. nóvember 2006 : Morgunmatur tengist einkunnum

Nemendur sem borða ekki morgunmat fá lélegri einkunnir og eiga frekar á hættu að upplifa sálræn vandamál en þeir sem borða morgunmat.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint er frá á Forskning.no.

1. nóvember 2006 : Félagsmiðstöðvadagurinn í Reykjavík

Félagsmiðstöðvar ÍTR verða opnar fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 1. nóvember frá kl. 17 til kl. 21.

31. október 2006 : Nýjar leiðir í markaðssetningu

Út er komin norræn skýrsla þar sem kortlagðar eru nýjar leiðir í markaðssetningu sem notaðar eru til að ná til barna og unglinga á Norðurlöndum. 

31. október 2006 : Heimsókn í Reykjanesbæ

Umboðsmaður barna heimsótti í gær, 30. október,  Reykjanesbæ ásamt starfsfólki sínu til þess að kynna sér þjónustu við börn og ungmenni í bæjarfélaginu.

27. október 2006 : Klámnotkun ungs fólks og viðhorf þess til kláms og kynlífs

Að beiðni norrænu ráðherranefndarinnar var samnorræn rannsókn á klámnotkun ungs fólks og viðhorfum þess til kláms og kynlífs framkvæmd á síðasta ári. 

19. október 2006 : Ungt fólk og vinnuvernd - átak Vinnueftirlitsins

Í vikunni  23. - 27. október mun fræðslu- og upplýsingastarf í tengslum við vinnuverndarvikuna 2006 ná hámarki.

18. október 2006 : Aðgerðir í þágu barna með geðraskanir

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. Aðgerðirnar og áherslur ráðherra byggjast á skýrslum hérlendra sérfræðinga sem undanfarið hafa verið teknar saman um geðheilbrigðisþjónustu við aldurshópana sem hér um ræðir.

16. október 2006 : Klámnotkun og kynlífshegðun unglinga - Opinn fyrirlestur

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands stendur fyrir opinberum fyrirlestri um klámnotkun og kynlífshegðun unglinga fimmtudaginn 19. október kl. 15.00 í stofu 132 í Öskju. 
Síða 2 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica